14.08.1931
Efri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (1085)

117. mál, skipasmíðastöð í Reykjavík

Frsm. (Jakob Möller):

Eins og sjá má, þá er n. sammála um að mæla með því, að till. verði samþ. Eins og kunnugt er, þá verða allar stærri aðgerðir á skipum nú að framkvæmast erlendis, og fer þannig geysifé út úr landinu, ekki aðeins til efniskaupa, sem ekki er hægt að verjast, heldur einnig mjög mikið til vinnu, sem hægt væri að halda í landinu með því að koma upp skipsmiðastöð. Því er það mikið þjóðhagslegt atriði að koma upp skipasmiðastöð hér, til þess að öll þessi vinna geti orðið framkvæmd hér á landi, og tvímælalaust rétt að athuga, hvort ekki sé rétt að koma upp slíkri stöð. En í því sambandi þarf margt að athuga, og það fyrirkomulag, sem gert er ráð fyrir í till., er heppilegt, og leggur n. því eindregið til, að till. verði samþ.