08.08.1931
Efri deild: 24. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (1151)

13. mál, milliþinganefnd um kjördæmaskipun

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. þm. Hafnf. talaði nokkuð um efnishlið þessarar þál. og afstöðu okkar framsóknarmanna. Ef menn ætluðu yfirleitt að fara út í þá sálma, t. d. að rekja forsögu þessa máls, gæti það orðið tilefni langra umr. Og þar sem samkomulag er um það, að mál þetta skuli vera athugað í nefnd, álít ég tilgangslaust að vera að rökræða um efnishlið till. nú, þegar einmitt hefir orðið samkomulag um það að fresta að taka fullnaðarákvörðun um efnishlið till. á þessu þingi.