08.08.1931
Efri deild: 24. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í D-deild Alþingistíðinda. (1154)

13. mál, milliþinganefnd um kjördæmaskipun

Bjarni Snæbjörnsson [óyfirl.]:

Ég ætla aðeins að svara hv. 2. landsk. fáeinum orðum, út af því, sem hann sagði um verðtollinn. Það er svo með mig, að ég kann illa við það að biðja um fé, ef ég er nýbúinn að drepa einhverjar fjárveitingar. Ég vænti þess fastlega, að fjárl. verði ekki afgr. héðan úr Ed. án þess, að miklar breyt. verði á þeim gerðar.

Ég vil ekki láta hjá líða að minnast á það, sem hv. þm. sagði, að stj. hefði neyðzt út í kosningar í haust, ef henni hefði verið synjað um verðtollinn. Hv. 2. landsk. virtist þessu fylgjandi, en það er víst, að flokksmenn hans flestir kæra sig ekki um kosningar í haust. „Við græðum ekkert á því“, segja þeir. „Við fáum ekki einu sinni okkar mann í Hafnarfirði hvað þá annarsstaðar“.