21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1022 í B-deild Alþingistíðinda. (1362)

113. mál, verkamannabústaðir

Jón Baldvinsson:

Þegar þetta mál var rætt í fjhn., virtist mér, að samkomulag væri um það, að setja þyrfti sérstaka löggjöf um að sameina byggingarsjóðina, svo að þeir gætu selt veðbréf sín.

Hinsvegar er ekki víst, að þurfi að setja nein ákvæði um veðdeild inn í þetta frv., því að með því er búið að kljúfa lánin í tvennt, og því er ekki sama ástæða og áður til að setja ákvæði um að byggingarfélag taki lán í veðdeild. Hér er gert ráð fyrir annari skipun á lánum út á veðrétti bygginganna en áður, og heyrðist mér hv. 1. landsk. fallast á það fyrirkomulag.