04.08.1931
Efri deild: 20. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í D-deild Alþingistíðinda. (1402)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Jón Baldvinsson:

Þegar stj. gefur út bráðabirgðalög og leggur þau fyrir þingið og þau eru ekki samþ., þá falla þau þegar úr gildi. Ef því till. um að heimila stj. að greiða 40% dýrtíðaruppbót þetta ár fellur, þ. e. a. s. formleg þingheimild fæst ekki til greiðslunnar, þá er stj. orðin ábyrg fyrir því, sem hún hefir greitt í heimildarleysi það sem af er árinu, og brotleg við lögin, sem gera ráð fyrir árlegum útreikningi dýrtíðaruppbótar.