06.08.1931
Efri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í D-deild Alþingistíðinda. (1408)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Einar Árnason:

Það virðist svo sem hv. þm. Snæf. hafi allt á hornum sér út af þessari till. Þykir mér það því einkennilegra, sem það er vitanlegt, að hún verður samþ. hér í hv. d. Hv. þm. sagði, að ég hefði snúizt á móti málinu. Þetta er ekki rétt. Ég greiddi atkv. með till. við fyrri umr.

Hv. þm. Snæf. virðist ekki geta þolað það, að menn hafi sjálfstæða skoðun á þessu máli. Mér þykir það undarleg viðkvæmni. Ég fyrir mitt leyti tók það ekki illa upp, þótt nokkrir af mínum flokksmönnum væru á móti málinu.

Á síðasta þingi áttu ekki nema 5 framsóknarmenn, auk mín, sæti í þessari hv. d. Hv. þm. Snæf. getur því ekki af afstöðu þeirra til málsins dregið neina ályktun um það, hvaða aðstöðu þetta mál hafi innan Framsóknarflokksins.