21.08.1931
Neðri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í D-deild Alþingistíðinda. (1428)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Magnús Guðmundsson:

Út af orðum hæstv. forsrh. vil ég segja það, að mér datt ekki í hug að álasa ráðh., þó að hann greiddi atkv. með brtt. við frv., sem stj. hefir borið fram. En ég var að benda á það, að það kom fyrir í hv. Ed., að einn af þeim ráðh., sem var með í að bera fram þessa till. í vetur, greiddi þá atkv. á móti henni óbreyttri. Og það var alveg óviðeigandi.

Það, sem hér er um að ræða viðvíkjandi þessari till. með brtt., er ekkert annað en kvittun til stj., sem hefir í heimildarleysi í 8 mánuði borgað út hærri dýrtíðaruppbót en heimilt var. Um það verður ekki deilt.