07.08.1931
Efri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1043 í B-deild Alþingistíðinda. (1463)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég geri nú ráð fyrir, að hv. 2. þm. S.-M. finnist blóðið renna til skyldunnar að halda uppi vörnum fyrir sína sveit en það, sem ég sagði, er jafnrétt eftir sem áður, því að ég hefi það eingöngu eftir íbúunum í því héraði, sem um var rætt, jafnframt því sem ég hefi það frá mér sjálfum, því að þegar ég gekk í búðir á þessum stöðum til þess að fá tóbak, þá fékk ég þar þau svör, sem ég hefi áður greint frá. — Auðvitað getur hv. þm. sagt, að þetta sé uppspuni, en verkin segja annað, því að margir fleiri en ég hafa rekizt á þetta sama.

Annars er þetta svo algeng afleiðing af einkasölufyrirkomulagi, að óþarfi er fyrir hv. þm. að taka það nærri sér, að á það sé minnzt.