22.08.1931
Sameinað þing: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í D-deild Alþingistíðinda. (1495)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Forseti (EÁrna):

Hv. 2. landsk. hefir afhent mér till. til rökst. dagskrár, svo hljóðandi:

„Þar sem í fjárlögum ársins 1931 er reiknað með 40 M dýrtíðaruppbót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins og þar með fengin yfirlýsing um vilja Alþingis um greiðslu dýrtíðaruppbótar á yfirstandandi ári, þykir ekki ástæða til sérstakrar ályktunar um málið, og tekur sameinað Alþingi því fyrir næsta mál á dagskrá“.

Þessi rökst. dagskrá er þá einnig til umr.