19.08.1931
Neðri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1107 í B-deild Alþingistíðinda. (1510)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Forseti (JörB) [óyfirl.]:

Ég vænti þess, að hv. fjhn. hafi ekki undan neinu að kvarta frá minni hálfu. Þegar ég leitaði ekki afbrigða um málið, þá gerði ég ekki annað en að fylgja venju, sem ríkt hefir hér á Alþingi áður. Vænti ég þess, að hv. fjhn. skilji, að hér er um svo þrautrætt mál að ræða, að eðlilegast sé að fara þessa leið. Hitt vil ég ekki segja, að ekki hefði mátt leita afbrigða, en hér er farið eftir þingvenju og vænti ég, að engum þyki sér misboðið með því.