22.08.1931
Neðri deild: 36. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í D-deild Alþingistíðinda. (1523)

388. mál, ráðstafanir gegn dýrtíð og atvinnuleysi

Bergur Jónsson:

Ég er hissa á því, að hv. 3. þm. Reykv. skuli ekki geta gengið inn á að samþ. þessa till. Hann segir, að hún sé óþörf. Ég held, að það sé ekki til neins skaða, þó stj. sé falið að vinna að þessum málum. Og mér finnst, að jafnaðarmenn ættu sízt að kvarta undan því. Fyrir þessu þingi hafa legið mál, sem gengið hafa í þessa átt, en þau hafa ekki fengið afgreiðslu, og er ég fyrir mitt leyti óánægður með það. Það er búið að ákveða, að þinginu skuli slíta núna um helgina, og því ekki óviðeigandi, að þingið láti í ljós ósk um, að máli þessu verði gefinn meiri gaumur en verið hefir.