20.08.1931
Neðri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

27. mál, einkasala á síld

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Út af þessari síðustu skrifl. brtt. vil ég taka það fram, að ég mun greiða atkv. á móti henni, af því að ég tel fráleitt að slá því föstu, að verkafólkið í landi eigi engin minnstu áhrif að hafa á stjórn eða rekstur síldareinkasölunnar, eins og því sé óviðkomandi, hvernig það fyrirtæki sé rekið.