27.07.1931
Efri deild: 13. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í D-deild Alþingistíðinda. (1605)

41. mál, veðdeild Landsbankans

Flm. (Jakob Möller) [óyfirl.]:

Mér kemur það dálítið undarlega fyrir sjónir, að lagt skuli til að vísa till. til hv. fjhn. á þessu stigi málsins. Hv. 2. þm. Eyf. sagði, að hæstv. stj. væri á leið með frv. Till. okkar gengur ekki í aðra átt en þá, að skora á hæstv. stj. að leggja þetta frv. sem allra fyrst fyrir þingið. Mér finnst að hér liggi svo mikið á, að hv. d. ætti einmitt að leggja sérstaka áherzlu á það, að frv. verði lagt fram nú þegar, og mér finnst, að hæstv. stj. þurfi ekki að taka það illa upp, þótt slík till. verði samþ. Og þar sem enginn ágreiningur getur verið í fjhn. um að greiða fyrir málinu, þá verð ég að leggja á móti því, að till. gangi til n.