27.07.1931
Efri deild: 13. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í D-deild Alþingistíðinda. (1609)

41. mál, veðdeild Landsbankans

Flm. (Jakob Möller) [óyfirl.]:

Ég get þakkað hv. 2. þm. Eyf., hvað hann leggur mikla áherzlu á að setja till. þessa í n. En mér finnst hann og hv. 5. landsk. ganga framhjá því, að við flm. höfum aðra aðstöðu en þeir. Við vitum minna um aðstöðu stj. til þessa máls og hvað þetta frv. hefir inni að halda. Því finnst okkur meiri þörf en þeim, að mál þetta verði tekið fyrir sem fyrst hér á þingi. Því þótt þeir séu ánægðir með það, þá getum við haft eitthvað við það að athuga.

Ég get fallizt á það með hv. þm., að það er óþarfi að deila mikið um málið á þessum grundvelli. En ég vil benda þeim á það, að það er ekki ég, sem stend fyrir þessum deilum. Mér finnst því mega samþ. þessa till. Hún hefir ennfremur legið hér frammi í heila viku, og höfum við ekkert orðið varir við, að málið hafi verið reifað fyrr en þetta. Og ef málið er svo vel undirbúið sem af er látið, finnst mér óskiljanlegt, að frv. skuli ekki þegar vera fram komið.