18.08.1931
Neðri deild: 32. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í D-deild Alþingistíðinda. (1670)

28. mál, vegamál

Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi aðeins leyfi til stuttrar aths., enda er mér það nóg, því að engar nýjar röksemdir hafa komið fram gegn þessari till., síðan ég talaði seinast. Út af því, sem hv. 4. þm. Reykv. sagði um vegamálastjóra, vil ég aðeins segja það, að ég hygg, að hann mundi ekki eins ánægður með að láta vegamálastjóra einráðan í þessum efnum, ef jafnaðarmaður eða framsóknarmaður gegndi því starfi. — Hvað þær glósur snertir, sem hv. þan. Barð. lét sér sæma að varpa að mér, mun ég ekki svara nú, af sérstökum ástæðum, sem ljósar ern öllum þingheimi, er athugað hafa ástand þingmannsins.