07.08.1931
Efri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í C-deild Alþingistíðinda. (1825)

15. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Pétur Magnússon:

Ég vil ítreka það, að ef svo stendur á, að bæjarstjórn í raun og veru þarf að ná eign, þá á hún kost á því samkv. 63. gr. stjskr. að fá eignina tekna eignarnámi. Og það er varasamt að vera að ýta undir þessar stofnanir að vera að spekulera með eignir, og mun ekki verða til gæfu fyrir bæjar- né hreppsfélögin.