20.08.1931
Efri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í C-deild Alþingistíðinda. (1896)

92. mál, kynsjúkdómavarnir

Halldór Steinsson:

Ég verð satt að segja að líta svo á, sem n. hafi ekki verið vinveitt málinu og ekki haft á því nægan skilning. Annars hefði hún ekki lagt til, að því væri vísað til stj., enda ekki fært nein frambærileg rök fyrir nauðsyn þess. Hv. frsm. sagði að vísu, að málið væri óundirbúið, en hann hefir ekki getað sýnt fram á, hvaða undirbúning vanti. Ég get ekki séð, hvers vegna hv. þm. telja hættulegt, að málið fái afgreiðslu í þessari hv. d., þar sem þeir eru sannfærðir um, að það komist ekki í gegnum þingið Ég get því ekki fengið annað út úr þessu en það, að n. sé ekkert sérstaklega hlýtt til málsins.