06.08.1931
Neðri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í B-deild Alþingistíðinda. (191)

1. mál, fjárlög 1932

Magnús Jónsson:

Mig langar til þess að benda hv. 3. þm. Reykv. á það, sem ekki hefir verið minnzt á hér, að lögin um verðtoll tóku mjög mikilsverðri breytingu í Ed. Í stjfrv. var kveðið svo á, að lögin skyldu framlengd um tvö ár. En eins og nú er gengið frá þeim, gilda þau aðeins til eins árs. Það munar hvorki meira né minna en því, að næsta þing verður líka að taka ákvörðun um lögin.

Úr því að talað er um tákn á sólu og tungli, sem hafi átt að gerast í gær í Ed., vil ég taka það fram, að málinu er aðeins skotið á frest, þangað til stjórnarflokkurinn er búinn að sýna, hversu mikil heilindi fylgja með því að bera fram till. um skipun mþn. í kjördæmaskipunarmálinu, og með því að ganga inn á þær breytingar, sem orðið hafa á till.