22.07.1931
Efri deild: 7. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í C-deild Alþingistíðinda. (1951)

9. mál, brúargerðir

Jón Þorláksson:

Ég get ekki fallizt á þær ástæður hv. 3. landsk. á móti brtt. n., að samþykkt þeirra kynni að leiða til þess, að fleiri brúm yrði bætt inn í brúarl. Þó að hv. þm. segði það ekki beint, lá það í þessu, að það væru skemmdir á frv., ef fleiri brúm á óbrúaðar ár yrði bætt inn í frv. Ég lít hinsvegar svo á, að brúargerðum hér á landi sé það langt komið, að eðlilegast sé að taka allar þær brýr upp í brúarl., sem brúa þarf fyrir opinbert fé. Vegamálastjóri hefir ekki treyst sér til að fara svo langt, og meira að segja skilið eftir 3–4 brýr á þjóðvegum. Þetta er óeðlilegt. Að bæta þeim brúm inn í brúarl., sem þarf að brúa, er ekki skemmdir á frv., heldur þýðir það, að brúarl. endast lengur, og geta ef til vill orðið þau síðustu, sem setja þarf. Ég álít því réttast að samþykkja þessar brtt. n., og halda svo áfram að bæta þeim brúm við, sem enginn ágreiningur er um, að þurfi að koma.