06.08.1931
Neðri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (196)

1. mál, fjárlög 1932

Haraldur Guðmundsson:

Ég held ekki, að neitt sé athugavert við till. Er það hvergi sagt, að féð skuli greiða úr Menningarsjóði. Stj. er heimilt að gera hvort sem hún vill, að greiða úr ríkissjóði eða Menningarsjóði. Mun hún að sjálfsögðu greiða úr ríkissjóði, ef hitt reynist óleyfilegt.