25.07.1931
Efri deild: 12. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í C-deild Alþingistíðinda. (2006)

9. mál, brúargerðir

Frsm. (Halldór Steinsson):

Það lítur ekki vænlega út um það, að þetta frv. geti komið áfram hér til umr. í d. Á síðasta fundi var útbýtt sæg af brtt., og á þessum fundi hefir till. enn verið útbýtt., og er óvíst, hvort séð er fyrir endann á þessum till. enn sem komið er. N. hefir ekki haft tækifæri til að kynna sér allar þessar till., svo sem eðlilegt er, og vildi ég því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann tæki málið út af dagskrá að þessu sinni, og tæki það ekki á dagskrá aftur fyrr en n. hefir lokið störfum sínum.

Forseti tók málið af dagskrá.