07.08.1931
Neðri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (2045)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Ólafur Thors:

Ég vil ekki láta því ómótmælt, að það sé eðlilegt, að landshluti sé tekinn án þess að bætur komi fyrir. Og það er í rauninni ekkert vit í því hjá hv. sessunaut mínum (JÓl) að vera að halda því fram. Það er líka undarlegt hjá honum að vilja sölsa þetta undir Rvík að nauðsynjalausu og vilja engar bætur játa fyrir það, og telja þó, að þetta sé ekkert hagsmunamál fyrir Rvík. En það ætti að vera öllum mönnum augljóst, að það getur ekki átt sér stað, að þessi landshluti sé af hendi látinn án þess að fyrir komi ríkulegar skaðabætur.