17.08.1931
Efri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1260 í B-deild Alþingistíðinda. (2061)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Magnús Torfason:

Það er ekki alveg rétt hjá hv. 1. þm. Reykv., að tveir af nefndarmönnnm séu viðstaddir. Það er ekki nema einn. Ég sem formaður n. get sagt það, að það var meiningin að athuga þessar brtt. nú í morgun fyrir fund; en ég hefi ekki náð til hinna nefndarmannanna, og því gat það ekki orðið. Ég hefði eftir þingvenju litið svo á, að réttast væri að taka málið af dagskrá fyrir þessar sakir. En þar sem fulltrúar Reykjavíkur hér í hv. deild, hv. 1. þm. Reykv. og hv. 2. landsk., sem vitanlega bera málið sérstaklega fyrir brjósti, hafa litið svo á, að þess þyrfti ekki, þá finnst mér ekki rétt, að ég sé að skipta mér af því. Og sakir þess, að ég hefi ekki átt kost á að ræða þessar brtt. með meðnefndarmönnum mínum, þá ætla ég ekki nú að lýsa afstöðu minni til þeirra, en mun með atkv. mínu sýna, hvernig ég lifi persónulega á málið.