20.08.1931
Efri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1277 í B-deild Alþingistíðinda. (2078)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Jakob Möller:

[óyfirl.]: Ég vil benda hv. 4. landsk. á eitt atriði viðvíkjandi brtt. minni. Það er ábyggilega engin óbilgirni, þó að Rvík sé ekki bundin við skaðabótamat gerðardómsins. Þó að bærinn hafnaði þá sameiningunni, væri það ekkert annað en einmitt að gera vilja Kjósarsýslu, sem eindregið er á móti þessari sameiningu.