24.08.1931
Neðri deild: 40. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1281 í B-deild Alþingistíðinda. (2086)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Ég get í sjálfu sér unað við flest það, sem hv. 2. þm. Reykv. sagði. Hann virtist telja flest það, sem ég drap á, eðlilegt og sanngjarnt, og sagði, að skipun gerðardómsins ætti að vera trygging fyrir því, að réttlætið yrði látið ráða, og væri því engin ástæða til þess, að hann eða ég færum að setja nokkur ákvæði um málið, fram yfir það, sem ákveðið væri í frv. Ég skal ekkert um þetta segja, en vil aðeins leggja áherzlu á, að það, sem okkur ber á milli, er það, að ég er ekki eins trúaður og hann á það, að dómurinn muni rata þá sanngirnisleið, sem ég hefi bent á í fyrri ræðu minni, að yrði að fara í þessu máli.