19.08.1931
Neðri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í C-deild Alþingistíðinda. (2106)

22. mál, Jöfnunarsjóður

Héðinn Valdimarsson:

É þarf ekki að svara mörgu. En viðvíkjandi samningunum, sem íhaldsmenn hafa gert við framsóknarmenn, skal ég taka það fram, sem öllum má ljóst vera, að þeir eru aðallega við Jón Jónsson í Stóradal og þm. V.-Ísf. Að þeirra tilstilli er það, að nál. um kjördæmaskipunina og Sogsmálið er ekki komið enn í dag.