24.07.1931
Neðri deild: 11. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í C-deild Alþingistíðinda. (2279)

77. mál, varnir gegn berklaveiki

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil eindregið leggja það til, að málinu verði vísað til nefndar. Það er engin ástæða til þess að afgreiða málið án þess. En það er full ástæða til þess, að þau stjórnarvöld, sem um málið eiga að fjalla, fái tækifæri til þess að ræða um það við nefnd og segja m. a. frá því, hvernig þetta hefir verið framkvæmt undanfarið.