24.07.1931
Neðri deild: 11. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í C-deild Alþingistíðinda. (2300)

84. mál, myntlög

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Þetta frv. er flutt af meiri hl. fjhn. Það er shlj. því frv., er flutt hefir verið hér á þrem þingum áður, og þar sem nú ber ekki annað á milli skoðana tveggja stærstu flokku þingsins en á hvaða hátt skuli verðfest það gildi peninga, sem nú er, ætti málið að geta fengið lausn á þessu þingi. Hefir verið borið fram frv. um aðra leið í Ed., en þar sem Framsóknarflokkurinn telur þá leið, sem hér er stungið upp á, auðveldari í framkvæmd, einfaldari og eðlilegri, vænti ég þess, að þeir, sem eru sammála um efni málsins, geti fallizt á þá leið, sem hér er lagt til að fara. Vænti ég þess, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr.