21.07.1931
Efri deild: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í C-deild Alþingistíðinda. (2369)

20. mál, framfærslulög

Guðrún Lárusdóttir:

Það, sem ég sagði hér áðan, sagði ég aðeins í mínu nafni, en ekki í nafni flokks míns. Mér þykir vænt um, að þetta mál er komið hér fram. Þó vildi ég hafa ýmislegt öðruvísi en er í frv. þessu, en þar sem mál þetta fer til n., vona ég, að hún lagi það.

Ég er ekki á þeirri skoðun, að ég hafi haft sinnaskipti í þessu máli. Ég hefi aldrei haft annað sinni en það, að vera á móti sveitaflutningi. Ég hefi oft orðið að tilkynna hlutaðeigendum þessar sorgarfréttir, og stundum hefi ég jafnvel orðið að leggja hönd að því verki. Ég þekki því allar þær hörmungar, sem það fyrirkomulag, sem nú er, hefir í för með sér.