17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 314 í C-deild Alþingistíðinda. (2389)

38. mál, vegalög

Pétur Ottesen:

Mér þykir bregða undarlega við, að nú við 2. umr. kemur ósk frá samgmn. um að fá málið til athugunar. Deildinni þótti ekki við 1. umr. ástæða til að vísa málinu til samgmn., og kom þá engin ósk frá nefndinni um það. Ef n. ætlar nú á þessu stigi að fara að sölsa þetta mál undir sig, getur það vel leitt til þess, að málið yrði ekki útkljáð á þessu þingi. Vil ég mælast til þess, að þetta mál fái að ganga sinn gang, án þess að því verði vísað til samgmn., sem ekki yrði til annars en að hefta framgang þess.

Ég vil um leið minna á, að brtt. verða að vera komnar í tæka tíð fyrir 3. umr. málsins.