17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í C-deild Alþingistíðinda. (2392)

38. mál, vegalög

Bergur Jónsson:

Ég skil ekki, hvernig hv. þm. Borgf. getur lagzt á móti því, að málið fari í n. Frv. hefir legið fyrir Ed. mestan hluta þingtímans og kemur hingað, þar sem þó eru 2/3 hlutar þingmanna, rétt í þinglokin. Nd.-þm. hafa því ekkert tækifæri haft til þess að athuga málið og bera fram brtt. vegna þeirra landshluta, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Ástæða hv. þm. Borgf. fyrir þessari baráttu er sennilega sú, að tveir vegirnir eru í kjördæmi hans. En ekki er tekinn upp í frv. nema einn vegarspotti á Vesturlandi, þar sem þörfin er þó vissulega hvað mest.