17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 316 í C-deild Alþingistíðinda. (2398)

38. mál, vegalög

Pétur Ottesen:

Það er eins og hv. 2. þm. Rang. haldi, að deildin fái ekki að athuga málið, þótt það sé ekki fengið samgmn. í hendur. Er það sýnilegt, að eins og nú er komið þingtímanum, væri það sama og að setja málið í drekkingarhyl, að vísa því til samgmn. Er alveg eins hægt að koma fram með brtt. án þess. N. ætti fyrst að sýna lit á því að afgreiða brúarlagafrv., áður en hún gerir kröfur til að fá þetta mál til meðferðar.

Af því að alltaf er verið að minnast á í þessu sambandi vegi í mínu kjördæmi, sem teknir hafa verið upp í frv., vil ég geta þess, að það hefir verið gert í samráði við vegamálastjóra.

Afgreiðsla málsins getur orðið fullsæmileg, þótt því sé ekki vísað til samgmn. Held ég, að deildin sé einfær um afgreiðslu máls eins og þessa. Hefir verið treg afgreiðsla á ýmsum málum, sem vísað hefir verið í n. upp á síðkastið, og býst ég við, að nógu mörg mál dagi uppi, þó að þetta mál verði ekki líka svæft í nefnd.