17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í C-deild Alþingistíðinda. (2403)

38. mál, vegalög

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt skrifleg brtt. frá hv. þm. V.-Húnv. og hæstv. forsrh., svo hljóðandi:

„Við III. Við C. a.

Nýr stafliður, sem verður a-liður: Reykjatangavegur: Frá þjóðveginum hjá Reykjum í Hrútafirði að skólanum á Reykjatanga“.

Til þess að brtt. þessi megi koma til umr. á þessum fundi þarf tvennra afbrigða frá þingsköpum, þar sem till. er skrifleg og auk þess of seint fram komin, og mun ég nú leita þeirra afbrigða.