03.08.1931
Efri deild: 19. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í C-deild Alþingistíðinda. (2489)

150. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Flm. (Jón Jónsson):

Ég ætla að geta þess, að þar sem hv. 1. landsk. sagði, að engin trygging væri fyrir því, að meiru fé yrði varið til vegabóta, að fjárveitingavaldinu er gert að skyldu að sjá um, að svo verði. Það getur auðvitað varið meiru fé til nýlagninga, þar sem það losnar við að verja miklu fé til viðhalds vegunum, en það færi náttúrlega alltaf eftir getu ríkissjóðs. Hv. l. landsk. sagði, að það væri ekki nóg trygging að fela vegamálastjóra þetta. En ég held satt að segja, að öðrum sé ekki betur trúandi til þessa. En við verðum að líkindum að fara hægar í umbæturnar en æskilegt væri.