15.07.1931
Sameinað þing: 1. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (2508)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar (MG):

Fyrsta kjördeild hefir haft til meðferðar 11 kjörbréf. Taldi deildin ekkert athugavert við 9 þeirra, þó að eitt þeirra væri að vísu ekki á fyrirskipuðu eyðublaði og annað í símskeyti. Hv. þm. Mýr. hafði gleymt kjörbréfi sínu, en samkv. útskrift úr gerðabók yfirkjörstjórnarinnar í Mýrasýslu er sýnt, að hann hefir náð kosningu, og leggur deildin því til, að kosning hans verði tekin gild. Út af kosningunni í Barðastrandarsýslu hefir komið fram kæra frá fyrrv. þm. sýslunnar, Hákoni Kristóferssyni, og varð það ofan á í kjördeildinni að leggja til, að kosning Bergs Jónssonar yrði tekin gild, en kærunni hinsvegar vísað til kjörbréfanefndar. Till. kjördeildarinnar í heild sinni er því sú, að öll kjörbréfin, sem hún hafði til rannsóknar, verði tekin gild, og að kærunni yfir kosningunni í Barðastrandarsýslu verði vísað til kjörbréfanefndar.