15.07.1931
Sameinað þing: 1. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (2511)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar (MG):

Hv. þm. Barð. tekur þessa till,. finnst mér, of hátíðlega. Mér skilst það eitt vaka fyrir 1. kjördeild, að hún vildi, að þingið grennslaðist eftir, hvort kæran væri á rökum byggð. Og þar sem hlutaðeigandi þingmaður var ekki í kjördeildinni, þá þótti rétt að gefa honum kost á því síðar gagnvart þingnefnd að gefa upplýsingar í málinu. Það var ekkert annað á bak við, og ég varð ekki var við, að neinn greiddi atkv. móti till., nema sá eini þm., sem hér talaði, hv. 3. landsk.