15.07.1931
Sameinað þing: 1. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (2527)

Kosning forseta

Forseti (ÁÁ):

É þakka hv. þingmönnum þann heiður, sem þeir hafa sýnt mér við þessa kosningu, og ber fram þá ósk, að þetta hið nýkjörna Alþingi beri gæfu til að leysa svo úr vandamálum og málefnum þjóðarinnar, sem góður vilji og vitsmunir frekast leyfa. Það er ekki allt, sem stendur í mannanna valdi, en góður vilji og vitsmunir mun hrökkva til að skapa þjóðinni glæsilega framtíð.

Ég vil bjóða alla hina nýkjörnu þingmenn og hina eldri landskjörnu þingmenn velkomna til þessa þings.

Lét forseti síðan fram fara kosningu varaforseta sameinaðs þings. Kosningu hlaut

Þorleifur Jónsson, þm. A.-Sk.,

með 23 atkv. — Magnús Guðmundsson fékk 14 atkv., en 5 seðlar voru auðir.