15.07.1931
Efri deild: 1. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (2536)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (GÓ):

Ég vil þakka deildinni það traust, sem hún hefir sýnt mér með þessari kosningu, um leið og ég býð alla hv. þdm. velkomna á þing. Vænt ég þess, að störf þessa nýkjörna Alþingis megi verða til heilla voru hjartkæra föðurlandi.

2537

Lét forseti síðan ganga til kosningar um fyrri varaforseta. Kosningu hlaut

Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M., með 7 atkv. — Guðrún Lárusdóttir fékk 5 atkv., en 2 seðlar voru auðir.

Því næst fór fram kosning annars varaforseta. Kosningu hlaut

Páll Hermannsson, 2. þm. N.-M., með 7 atkv. — 7 seðlar voru auðir.

Þá voru kosnir skrifarar deildarinnar, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar, með einu nafni á hvorum. Á A-lista var JónJ, en á B-lista PM. Lýsti forseti því rétt kjörna skrifara deildarinnar án atkvgr.:

Jón Jónsson, 3. landsk. þm., og

Pétur Magnússon, 4. landsk. þm.