21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1287 í B-deild Alþingistíðinda. (2557)

Stjórnarmyndun

Jón Þorláksson:

Mér þykir ástæða til að taka það fram út af breyt. þeirri, sem orðin er á ráðuneytinu, að þessi stj. getur aðeins skoðazt sem bráðabirgðastj., þar sem hún hefir bak við sig minni hl. kjósenda í landinu.

Það hefir orðið að samkomulagi að fela milliþinganefnd að athuga kjördæmaskipunarmálið, og verður það því að skoðast sem hlutverk þeirrar stj. að gegna störfum, þangað til Alþingi væntanlega næst hefir skipað svo málum, að ekki geti aftur komið fyrir, að þing verði svo skipað, að meiri hluti þess hafi aðeins minni hluta kjósenda að baki sér.