04.08.1931
Neðri deild: 20. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1318 í B-deild Alþingistíðinda. (2580)

Afgreiðsla þingmála

Héðinn Valdimarsson:

Ég gerði um daginn fyrirspurn til hæstv. forseta þess efnis, að hann upplýsti, hvað orðið væri af sumum þeim frv., er við jafnaðarmenn flytjum og vísað hefir verið til n. fyrir mörgum dögum. Þessi frv. hafa ekki sézt síðan þau fóru í n. Nú vildi ég spyrja hæstv. forseta, hvort hann hafi talað við hv. nefndir um þetta og hvaða svör hann hafi fengið hjá þeim.

Ég skal nefna þessi frv.:

Frv. til l. um jöfnunarsjóð ríkisins. Vísað til fjhn. 20. júlí.

Frv. til l. um fasteignaskatt. Vísað til fjhn. 20. júlí.

Frv. til l. um tekjuskatt og eignarskatt, Vísað til fjhn. 20. júlí.

Frv. til l. um opinbera vinnu. Vísað til allshn. 20. júlí.

Frv. til l. um ríkisútgáfu skólabóka. Vísað til menntmn. 20. júlí.

Frv. til 1. um læknishéraðasjóði. Vísað til allshn. 21. júlí.

Frv. til l. um breyt. á 1. nr. 41, 27. júní 1921, um breyt. á 1. gr. tolllaga, nr. 54, 11. júlí 1911. Vísað til fjhn. 22. júlí.

Frv. til l. um rekstrarlán fyrir samvinnufélög sjómanna og bátaútvegsmanna. Vísað til sjútvn. 23. júlí.

Þetta eru aðalmálin, sem mér væri kært, að hæstv. forseti. legði fyrir n.afgr. til d. hið fyrsta.