04.08.1931
Neðri deild: 20. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1319 í B-deild Alþingistíðinda. (2583)

Afgreiðsla þingmála

Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi heyrt það utan að mér, að nefndirnar ætluðu ekki að afgr. mál okkar jafnaðarmanna, vegna þess að þær væru á móti þeim. Sé þetta satt, þá verður það að teljast óhæfa. Ég tel n. eins skylt að semja nál. um málin, þótt þær séu á móti þeim, enda hefir það verið venja. Hitt væri illur þingsiður og óverjandi gagnvart almenningi, ef upp væri tekinn, að afgr. ekki málin, heldur setjast á þau og svæfa þau án þess að sýndi sig, hvernig þingmenn skiptust um málin.