11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í B-deild Alþingistíðinda. (2587)

Afgreiðsla þingmála

Haraldur Guðmundsson:

Í sambandi við þessa fyrirspurn vildi ég beina því til forseta, að hann grennslist eftir því hjá formönnum n., hvort þeir hugsi sér virkilega að afgr. þau mál ein, sem samkomulag náist um í n. Ég hefi ástæðu til þess að ætla þetta, eftir viðtal við formann einnar n., sem taldi gagnslaust að afgr. önnur mál en þau, sem nm. kæmu sér saman um. Ef þetta er rétt, þá er bersýnilegt, að við jafnaðarmenn, sem eigum engan mann í n., getum engu máli komið fram.

Ég vildi biðja hæstv. forseta að rannsaka þetta og skýra frá því ekki síðar en á fundi á morgun.