22.08.1931
Efri deild: 38. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í B-deild Alþingistíðinda. (2631)

Afgreiðsla þingmála

Jón Baldvinsson:

Það væri óðs manns æði, ef menn ættu að fara að bera af sér allar þær sakir, sem óvönduðum og ósvífnum málflutningsmönnum dettur í hug að tína í málsskjöl sín; það entist engum æfin til þess. Og ég held, að ég muni standa jafnréttur fyrir þær tilhæfulausu slúðursögur, sem hv. 4. landsk. ber inn í þingsalinn.