31.07.1931
Neðri deild: 17. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1339 í B-deild Alþingistíðinda. (2635)

Landhelgisgæsla

Vilmundur Jónsson:

Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svör þau, sem hann hefir veitt í þessu máli, og þau loforð, sem hann hefir gefið. Aðalatriðið er, að þessu verði kippt í lag. en hitt skiptir síður máli, að sakast um, hvernig þetta hefir verið undanfarið, með því að það verður ekki aftur tekið, og raunar ekki fyrir það bætt. Viðvíkjandi því, að ég taldi varðskipin ekki nema þrjú, skal ég geta þess, að sjómenn fyrir norðan hafa ekki mikla trú á danska varðskipinu og telja það naumast með, eftir að Danir eru farnir að keppa um síldveiðina við Íslendinga á þessum slóðum.