17.07.1931
Neðri deild: 3. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (31)

1. mál, fjárlög 1932

Magnús Guðmundsson:

Það já engin áreitni í fyrirspurn minni til hæstv. fjmrh., og var því óþarfi af honum að taka henni svo illa, en ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. ráðh., hvort það nægi, að ég sendi honum fyrirspurn mína í venjulegu bréfi, eða hvort ég eigi að kaupa á því ábyrgð (TrÞ: Það nægir venjulegt bréf ). Jæja. Það er gott. Ég mun þá sjá til, að hæstv. ráðh. fái það.