21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í B-deild Alþingistíðinda. (349)

2. mál, fjáraukalög 1929

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

2. málsgr. 44. gr. þingskapa mælir svo um, að engin ályktun sé lögmæt, nema meira en helmingur fundarmanna þeirra, sem atkvæðisbærir eru, greiði atkv. með henni. Nú eru hér 14 fundarmenn, og ég hefi heyrt, að hv. 2. landsk. hefir ekki greitt atkv., en ég veit ekki annað en að hann sé atkvæðisbær. Það er þá ekki meira en helmingur þeirra fundarmanna, sem atkvæðisbærir eru, sem hafa greitt atkv. með 1. gr., frv.