22.08.1931
Efri deild: 38. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

2. mál, fjáraukalög 1929

Jón Jónsson:

Mig furðar á þessum umr. Það er rifizt út af þingsköpum, og það eftir að hæstv. forseti hefir fellt úrskurð. Ég veit ekki, hvernig á að fara öðruvísi að en hæstv. forseti hefir gert. Hann hefir úrskurðað skýrt og greinilega og í samræmi við úrskurð, sem hann hefir fellt fyrr hér í þessari hv. deild. Eða hvernig á forseti öðruvísi að fara að?

Um það atriði, hvort það sé þm. sá, sem í hlut á, einn, sem megi skjóta úrskurði forseta til deildarinnar, sýnist mér ekki þurfa að deila. Það er því hreinasti sleggjudómur hjá hv. 4. landsk., að hæstv. forseti hafi móðgað deildina. Vildi ég skjóta því til hv. deildar, hvor hefði móðgað deildina meira, hæstv. forseti eða hv. 4. landsk.