11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 669 í B-deild Alþingistíðinda. (410)

3. mál, landsreikningar 1929

Einar Arnórsson:

Ég finn ástæðu til að þakka hv. 1. þm. N.-M. meðmæli þau, er hann gaf mér sem fjármálamanni. En ég hefi aldrei talið mig fjármálasamvizku míns flokks. En hann hefir aftur á móti verið talin — og sjálfur víst talið sig –fjármálasamvizka síns flokks. Og er það eigi að ófyrirsynju, þar sem frá honum hafa komið ýms ágæt skattafrumvörp, svo sem frumvarpið fræga um sveitargjöld. Annars gleður það mig, að hv. 1. þm. N.-M. skuli finnast þörf á að breyta um skipulag endurskoðunar landsreikninganna og vill taka til athugunar, hvort ekki er hægt að taka upp það skipulag, sem ég hefi nefnt.