21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

3. mál, landsreikningar 1929

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason) [óyfirl.):

Að því er snertir samþykkt landsreikningsins hefi ég litlu við að bæta það, sem fram kom við umr. fjáraukal. 1929. Þessi mál eru í svo nánu sambandi hvort við annað, að þegar rætt er um annað, þá er líka rætt um hitt. Þær aths., sem hv. minni hl. gerði við fjáraukalagafrv. 1929, hafa eðlilega áhrif á landsreikninginn. Að því er þær snertir hefi ég gert grein fyrir afstöðu meiri hl. n. við umr. um það mál. Ég skal aðeins geta þess, að meiri hl. n. leggur til, að landsreikningurinn verði samþ. eins og hann liggur fyrir.