21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (431)

3. mál, landsreikningar 1929

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason) [óyfirl.]:

Hv. 1. landsk. hefir hér að þessu sinni gert að umtalsefni þrjár aths. við LR., frá endurskoðendum, sem hann hefir ekki minnzt á áður. Fyrst er 33. aths., sem lýtur að því, að kostnaður við kaup á bifreið og kaup eftirlitsmanna sé þar fært án heimildar. Mér virðist, eftir þeirri athugun, sem ég hefi getað gert á þessu, þetta ekki að öllu leyti rétt hjá hv. 1. landsk., og tel heldur ekki athugasemdina á fullum rökum byggða hjá endurskoðendunum, vegna þess að það er tekið fram í svarinu, að tekjur komi fyrir þetta, sem eigi að endurgreiða þennan.

Ég verð að vera þeim endurskoðandanum, sem gert hefir till. um að færa þetta á reikninginn, sammála um, að svo beri að gera. Ég hefi ekki fundið neinar gildar ástæður fyrir því að skjóta þessum greiðslum yfir á árið 1930. En ég hefi, eins og tekið er fram í nál. mínu á þskj. 381, ekki borið fram brtt. um þetta enn, því ég gerði ráð fyrir samkv. venju, að frv. til fjáraukal. kæmi fyrst til atkv. En ég mun bera fram brtt. um þetta til 3. umr.

Þá tel ég það einnig sérstaklega athugavert í nál. mínu á þskj. 381, að í LR. eru gerðar tilraunir til að villa mönnum sýn um hag ríkissjóðs í árslok 1929, og á ég þar sérstaklega við ummæli, sem standa neðst á bls. XXIII í hinum prentaða landsreikningi, þar sem verið er að kostnað. Og þá þarf enga heimild samkv. lögum til að greiða þetta, fyrst það verður endurgreitt. En mér hefir ekki unnizt tími til að bera saman þessar tvær fjárhæðir, tekjurnar og gjöldin, og sjá, hvort nokkur mismunur verður. En ég tel víst, að með sektum sé meira en búið að fá upp þann kostnað, sem leitt hefir af því að setja eftirlit með bifreiðaakstri, og að ríkissjóður eigi eftir að fá það áfram. Ég held þess vegna, að þessi aths. gefi enga ástæðu að hindra samþykkt landsreikninganna.

Svipað er um 34. aths. Þar er að ræða um kostnað við eftirlit með vélum og verksmiðjum. Endurskoðendur taka það fram, að í lögum sé það ekki ákveðið, að kostnaður þessi skuli greiddur úr ríkissjóði. En allir vita, að ríkissjóður á tekjur fyrir störf þessara eftirlitsmanna til að standast þennan kostnað. En það er sama tilfellið með þennan lið og hina fyrri, að enn er ekki kominn tími til að bera saman tekjur og gjöld. Hér finnst mér því um ástæðulausa aths. að ræða.

Þá er það 38. aths. Ég skal ekki fara langt út í það mál, en þær upphæðir, sem þar eru nefndar, veit ég ekki betur en að Alþ. ætlaðist til, að væru greiddar með lánum. En ríkissjóður hefir lagt fram féð til bráðabirgða, þar til lánin væru fengin. Enda kemur það fram í svari ráðh., að ríkissjóður hefir greitt þessum stofnunum af lánsfé. Það má deila um, hvort rétt hafi verið að færa þannig, en raunverulega þýðingu hefir það enga, og þar sem ráðh. upplýsir þessar upphæðir greiddar, þá er engin ástæða að taka til greina þessa aths. endurskoðenda.

Þá sagði hv. 1. landsk., að með þessu væri verið að gera tilraun til að villa sýn um raunverulega afkomu ríkissjóðs. En með skírskotun til þeirrar skýringar, sem gefin hefir verið, þá er ekki um neitt slíkt að ræða. Þessi upphæð er talin í sjóði. Um það má deila, hvort það er rétt, en hún kemur ríkissjóði til ráðstöfunar.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til andsvara gegn því, sem fram hefir verið borið.